Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Saga Álftanesskóla

Fyrsti áfangi Álftanesskóla var tekinn í notkun haustið 1978. Fyrir þann tíma var skólahald á Bessastöðum frá 1880, Bjarnastaðaskóli starfaði frá 1889 til 1978, og var til húsa að Bjarnastöðum. Jafnhliða fjölgun íbúa og nemenda hefur skólinn stækkað. Frá haustinu 1998 hefur Álftanesskóli verið einsetinn. Í dag er Álftanesskóli einsetinn, heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1. – 10. bekk. Skólasafnið og Bókasafn Álftaness/Garðabæjar eru rekin sameiginlega í skólahúsinu. Eftir að skóladegi nemenda í 1. – 4. bekk lýkur er boðið upp á síðdegisvistun, Frístund. Skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrá, skólastefnu sveitarfélagsins og skólanámskrá skólans. Skólaárið 2024 – 2025 eru 366 nemendur í skólanum og 75 starfsmenn.


English
Hafðu samband