Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Valgreinar

Í 8., 9. og 10. bekk er nemendum gefinn kostur á að velja sér valgreinar. Tilgangurinn með auknu valfrelsi nemenda er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og miða við áhugasvið og framtíðaráform hans. Val fer fram í samvinnu við foreldra, kennara og námsráðgjafa.

Framboð valgreina er mismunandi á ári hverju. Nemendur velja þær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á. Því miður er ekki hægt að verða við óskum allra en takmarkaður fjöldi kemst í hvern hóp. Mjög mikilvægt er að val nemenda sé vel ígrundað svo ekki þurfi að gera breytingar eftir að útbúin hefur verið stundatafla fyrir hvern og einn.

Á heimasíðunni Valgreinar 2024 - 2025 er hægt að kynna sér valgreinarnar sem eru í boði fyrir næsta vetur og þar skrá nemendur sitt val rafrænt.

Efst er að finna krækjur á valblaðið sjálft. Þegar farið er inn á valið þarf að skrá sig inn með @gbrskoli.is netfangi sem allir nemendur eiga.

Nemendur og foreldrar eru hvattir til þess að lesa vel valgreinalýsingar.
Námsráðgjafi veita ráðgjöf um námsval og einnig geta kennarar og stjórnendur aðstoðað nemendur og foreldra.

Valgreinar 2024 -2025







 
English
Hafðu samband