Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Síma- og snjalltækjareglur frá og með 14.janúar 2019

 

Síma- og snjalltækjareglur í 1.- 6. bekk:

  • Nemandi/foreldri ber fulla ábyrgð á tækinu komi nemandi með það í skólann. 
  • Snjalltæki eru bönnuð á skólatíma. 
  • Nemandi má vera með tækið í skólanum, þá slökkt á því og geymt í skólatösku. 
  • Það er ekki í boði að vera í símanum í frímínútum. 

Viðurlög við brotum á reglum í 1.- 6. bekk:

  1. Starfsmaður tekur snjalltækið af nemanda og afhendir umsjónarkennara sem skráir í Mentor og afhendir tækið í lok dags. Umsjónarkennari lætur forráðamenn vita með tölvupósti. 
  2. Ef tækið hefur verið tekið af sama nemanda þrisvar sinnum boðar umsjónarkennari forráðamenn á fund til að finna úrræði varðandi símanotkun á skólatíma. 
  3. Dugi fyrirhugað úrræði ekki er málinu vísað til stjórnanda. 

 

Síma- og snjalltækjareglur í 7.- 10.bekk:

  • Nemandi/foreldri ber fulla ábyrgð á tækinu komi nemandi með það í skólann. 
  • Snjalltæki/sími sem nemandi er með má ekki hafa truflandi áhrif á nám nemenda. 
  • Nemandi þarf að hafa leyfi kennara/starfsmanns til að nota snjalltæki/síma í kennslustund. 
  • Nemendur mega vera í tækjunum í frímínútum, en óskað er eftir því að nemendur séu ekki í því á meðan þeir borða hádegisverð í matsal skólans. 
  • Myndatökur eru bannaðar nema með leyfi starfsmanna. 
  • Hljóðupptökur eru bannaðar nema með leyfi starfsmanna. 
  • Fari nemandi ekki eftir reglum um að láta snjalltæki/síma niður skráir kennari truflun á nemandann í Mentor. 

Viðurlög við brotum á reglum í 7.- 10.bekk:

Viðurlög verða eftir ákveðinn fjölda skráninga/truflana.

  1. Brot = 4 truflanir í Mentor: Umsjónarkennari tekur nemanda í viðtal og fer yfir reglurnar og ræðir við viðkomandi um framhaldið. 
  2. Brot = 6 truflanir í Mentor: Eftir 6 truflanir (þ.e. 2 í viðbót) er málinu vísað til stjórnanda sem boðar nemanda og foreldra/forráðamenn á fund. 
  3. Brot = 8 truflanir í Mentor: Eftir 8 truflanir (þ.e. 2 í viðbót) fer nemandi í snjalltækja/símabann í tvær vikur. Annað hvort skilur nemandi tækið eftir heima eða skilar til stjórnanda í upphafi dags.
  • Hver truflun eftir fyrsta bann leiðir til tveggja vikna símabanns. 
  • Allir byrja með hreint borð í ágúst (skólabyrjun) og í janúar (eftir jólafrí).     
English
Hafðu samband