Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Virkt foreldrastarf styrkir skólann og hefur mikil áhrif á námsárangur, félagasamskipti, líðan og almenna velgengni barna í skólanum.

Í skólastarfinu er umsjónarkennarinn lykilpersóna. Hann þekkir nemendur sína öðrum fremur og er oft tengiliður foreldra og barna við aðra starfsmenn skólans. Mikilvægt er að kennari fái vitneskju um breytingar á högum barnsins t.d. nýtt systkini, skilnað, alvarleg veikindi, dauðsföll nátengdra, flutning og annað sem getur haft áhrif á líðan barnsins og þar af leiðandi hegðun og nám.
English
Hafðu samband