Viðmið um samskipti foreldra og kennara
Viðmið þessi eru sett fram til að tryggja góð og örugg samskipti heimila og skóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að virða þessar leiðbeiningar.
Góð samskipti foreldra og kenna eru lykilatriði varðandi nám og velferð barna í grunnskóla. Mikilvægt er fyrir báða aðila að skýr viðmið séu um hvernig þeim samskiptum er háttað og upplýsingum miðlað milli aðila. Með nýjum persónuverndarlögum eru einnig auknar kröfur um ýmislegt er þetta varðar. Í ljósi þessa höfum við í Álftanesskóla ákveðið að setja fram viðmið um samskipti foreldra og kennara.
Umrædd viðmið fylgja hér með (PDF skjal) og verða vonandi til góðs í samskiptum okkar um nám og velferð barnanna.