Svefn
Mikilvægt er að nemendur fái nægan svefn og hvíld. Séu þau ekki útsofin og hvíld geta þau ekki notið kennslunnar né sinnt því starfi sem fer fram í skólanum. Þau verða pirruð og þreytt og námsefni fer fyrir ofan garð og neðan.
Hæfilegur svefntími er talinn:
Fyrir 5 – 8 ára börn 10 -12 klst. á sólarhring
Fyrir 9 – 12 ára börn 10 – 11 klst. á sólarhring
Fyrir 13 – 15 ára börn 9 – 11 klst. á sólarhring