Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lykilhæfni

 

Leiðsagnarmat - félagarýni 

 

Grunnstoðir í menntun


Ársskýrsla

Markmiðið með útgáfu ársskýrslu grunnskólanna er að gera grein fyrir helstu atriðum í skólastarfinu. Leitast er við að gefa yfirlit yfir það fjölbreytta starf sem fram fer í skólanum. Auk þess að fjalla um daglegt starf koma fram ýmis atriði sem takast sérstaklega vel, auk ábendinga um sitthvað sem betur mætti fara. Að gerð ársskýrslu koma kennarar, deildarstjórar og fleiri auk aðstoðarskólastjóra sem ritstýrir verkinu. Skýrslan skiptist í fimm kafla auk formála; Hagnýtar upplýsingar, samstarf heimila og skóla, áherslur í skólastarfi, ýmsar skýrslur og skýrslu Tómstundaheimilis. Hana prýða ljósmyndir úr skólastarfinu og gefa þær vonandi innsýn í þau margvíslegu viðfangsefni sem nemendur fást við. Skýrslunni er dreift til foreldraráðs, stjórnar foreldrafélagsins, skólanefndar Garðabæjar, forstöðumanns fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóra skóladeildar, auk þess sem hún liggur frammi á skrifstofu hans.

 

Þróunarverkefni

2019

 • Beint í mark

 • Taktu skrefið. Vaxandi hugarfar – námsvitund

 • Aukin sveigjanleiki og vellíðan nemenda með ADHD

 • Vinaliðar – framhald

 • Eramus verkefni

 

2018

 • Efling lestrarfærni nemenda á yngsta stigi með sértækri hljóðakennslu

 • Vinaliðar

Að bæta samskipti og líðan nemenda í frímínútum. Boðið er upp á fjölbreytt viðfangsefni og unnið að þvi að virkja alla nemendur til þátttöku. Hópur nemenda, vinaliðar, fær sérstaka þjálfun til að stýra og stjórna leikjum og stöðvavinnu í frímínútum.  Markmiðið er því að stuðla að fjölbreyttari leikjum í frímínútum, leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum, minnka togstreitu milli nemenda, hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.

Sameiginleg verkefni í Garðabæ:

 • Hönnun og tækni

 • Leiðbeinandi kennsluhættir, virkari nemendur í Garðabæ

 • Forritunarkennsla í 1. – 7. bekk grunnskóla í Garðabæ

 • Menntadagur í upplýsingatækni – lærdómssamfélag kennara í Garðabæ

 

2017

 • Vendikennsla í náttúrufræði (2015 – 2017)

  Að styrkja fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað náttúrufræðinám við Álftanesskóla og Garðaskóla. Styrkja námshæfni nemenda og innra mat (netnámsmat) við skólann. Auka samvinnu á milli skóla og skólastiga í Garðabæ. Efla upplýsinga- og tæknimennt með því að safna, vista og miðla nýju námsefni í náttúrufræði á nýjan hátt. Koma betur til móts við bráðgera nemendur. Gefa nemendum færi á að auka og dýpka þekkingu sína í náttúrufræði.

 • Orðskýringarmyndbönd í stærðfræði

Sameiginleg verkefni í Garðabæ

 • Leiðsagnarmat í grunnskólum í Garðabæ

 

2015-2016

Að tengja kennslustofuna við heiminn fyrir utan og byggja á raunverulegum aðstæðum. Nemendur fái tækifæri til sköpunar og óhefðbundinnar úrvinnslu, verði sjálfstæðari í vinnubrögðum og stuðla að samvinnu þeirra.

Sameiginleg verkefni í Garðabæ:

 • Velferð barna í Garðabæ

  Velferð barna í Garðabæ er verkefni sem stuðlar að samvinnu allra skólastofnanna og íþrótta- og tómstundafélaga um heildstæða stefnu er varðar jafnrétti, kynheilbrigði og velferð barna.

 • Riff

 

2014 – 2015

Grunnþættir í menntun (er á síðunni)

 

 

 

 

 

 

English
Hafðu samband