Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

Það er gaman að renna sér á snjóbrettum, sleðum, brettum, rassaþotum og svo framvegis. Í skólanum þurfum við að gæta að öryggi og sýna tillitssemi. Undanfarin ár hefur gilt sú regla að eingöngu megi nota rassaþotur á hólnum í frímínútum. Gott er að rifja upp reglur varðandi snjókast, sleða og slíkt þegar snjóa fer. Ef þessar áherslur og tilgangur þeirra er útskýrður fyrir börnunum drögum við vandamálum sem fylgja gjarnan snjónum

 

Reglur í frímínútum:

  • Eingöngu plastpokar og rassaþotur leyfðar

 

Ákveðnar vinnureglur hafa verið mótaðar til að takast á við þessi mál og er starfsfólk skólans beðið um að fylgja þeim eftir til að sporna við þessu vandamáli. 

 

Vinnureglur

 

Ef nemandi er á snjóbretti eða sleða í frímínútum:

Dæmi um samtöl sem starfsmaður á útivakt gæti átt við nemendur um regluna um sleðana, þ.e. ef starfsmaður er nálægt barni ef ekki þá er ekki ætlunin að hlaupa á eftir nemendum.

A) Starfsmaður: Hver er reglan um sleða og bretti?
Nemandi: Bannað a renna á því í frímínútum, bara í hádegishléinu.
Starfsmaður: Getur þú farið eftir því?
Nemandi: Já
Starfsmaður: Þakka þér fyrir!
(Sá sem er á útivakt kemur miða eða upplýsingum til umsjónarkennara um atvikið og hvernig viðbrögð nemandans voru.)

 

B) Starfsmaður:  Hver er reglan um sleða og bretti?
Nemandi:  Veit það ekki!
Starfsmaður:  Reglan er sú...........Getur þú farið eftir henni?
Nemandi:  Nei!
Starfsmaður:  Ég get ekki sætt mig við það.
(Sá sem er á útivakt kemur miða eða upplýsingum til umsjónarkennara um atvikið og hvernig viðbrögð nemandans voru.)

Það sést til nemanda á snjóbretti eða sleða í rímínútum, starfsmaður skráir hjá sér hver þetta er og kemur upplýsingum til umsjónarkennara. Nauðsynlegt að við séum öll virk og ábyrg.

 

Samkvæmt vinnureglu Uppeldi til ábyrgðar styðst umsjónarkennari við vinnuregluna Hughreysta – Vefa – Úrslitakostir þegar hann ræðir við nemandann. Kennari lætur alltaf vita heim ef nemandi hefur brotið regluna um sleða og bretti. Hann segir foreldrum hvernig leystist úr málinu.

 

 

 

Ef nemandi er ekki tilbúinn til samvinnu, vill ekki fylgja þessari reglu eftir og sýnir ekki vilja til að bæta fyrir það sem hann hefur gert. Þá er nemanda vísað til deildarstjóra sem ræðir við nemandann, ef nemandi sýnir enn engan vilja til að virða þær reglur sem settar eru er haft samband heim og foreldri beðinn um að sækja barnið. Barnið getur ekki komið í skólann fyrr en það er tilbúið að ræða við deildarstjóra, aðstoðarskólastjóra eða skólastjóra til að leysa úr málinu.

 

Minnum á reglur varðandi snjókast

 

 

Snjókast getur verið skemmtilegur leikur. Þeir sem taka þátt í leiknum verða að virða reglur um öryggi og sýna tillitssemi. Best er að finna völl með grasi til að forðast steinvölur í snjóboltanum.

Ekki má kasta í átt að skólahúsnæði eða kasta í starfsmenn skólans og þá sem ekki eru með í leiknum.

 

 

 

Með von um að vel gangi.

English
Hafðu samband