Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar


 

Það er gaman að hjóla og eru nemendur hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann.

 

  • Það er á ábyrgð nemenda og foreldra að nemendur noti öryggishjálma.
  • Það er á ábyrgð nemenda og foreldra að reiðhjólin séu læst. Hjólið er á ábyrgð nemenda og foreldra.
  • Ekki er leyfilegt að hjóla á reiðhjóli og hlaupahjóli eða vera á línuskautum eða hjólabrettum á skólatíma, frímínútum eða hádegishléi á skólasvæðinu.
  • Nemendum er ekki heimilt að fara í hjólreiðaferð með skólanum nema þeir séu með öryggishjálm.

 

 

Viðurlög við brotum á þessum reglum:

 

1. áminning

Umsjónarkennari ræðir við nemandann og skráir brot í dagbók nemanda í Mentor. Nemandi er upplýstur um þessa reglu og fær að vita hvað gerist við áminningu tvö og þrjú.

 

2. áminning

Umsjónarkennari ræðir við nemandann og hefur samband við foreldra og ítrekar vinnuferli í samræmi við ófrávíkjanlegar reglur. Umsjónarkennari bendir á að ef þetta kemur fyrir aftur er brugðist við samkvæmt 3.áminningu.

 

3. áminning

Umsjónarkennari vísar málinu til deildarstjóra eða skólastjórnenda sem ræðir við nemandann og hefur samband við foreldra og biður þá að sækja reiðhjól barnsins.

 

Ef nemandi tekur hjól annars nemanda og hjólar á því á skólatíma er brugðist við því á sama hátt og þegar ófrávíkjanlegar grundvallarreglur eru brotnar.

 

Þessar reglur eru settar til þess að tryggja öryggi. Í skólanum eru 440 nemendur og skapar það slysahættu ef einhverjir eru á reiðhjólum eða örðum fararskjótum á meðan aðrir eru að leik á skólavellinum.

 

Mikilvægt er að foreldrar og skóli standi saman að því verkefni að tryggja öryggi barnanna í skólanum.

English
Hafðu samband