Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vettvangsferðir

Starfið í skólanum er reglulega brotið upp og tækifæri nýtt til ferða og útivistar þegar veður og aðstæður leyfa. Útikennsla og vettvangsferðir eru mikilvægur þáttur í skólastarfinu og liggur mikill undirbúningur að baki þeim. Styttri gönguferðir á skólatíma eru yfirleitt ekki tilkynntar nemendum né foreldrum/forráðamönnum með fyrirvara. Þetta fyrirkomulag er nauðsynlegt til þess að hægt sé að nýta gott veður, þegar það gefst. Tilkynningu ber að senda heim vegna lengri ferða.

 

Öryggi nemenda í vettvangsferðum

Þegar farið er með nemendur út af skólalóðinni þarf að huga að öryggi þeirra. Mikilvægt er að gera áætlun um öryggi hópsins s.s. að kanna öryggi nemenda á leiðinni á áfangastað og þá öryggi á áfangastað. Kennarar þurfa að taka með sér í vettvangsferð sjúkrakassa, farsíma og nafnalista með símanúmerum. Ef slys verður í vettvangsferð ber kennara að hafa samband við heimilin og fylgja reglum er eiga við um slys. Kennarar þurfa einnig að vita hvort einhver nemandi eigi við hegðunarvandamál að stríða og vita um heilsufar nemenda t.d. hvort einhver sé með ofnæmi eða sykursjúkur. Þá þarf umsjónarkennari að gæta þess að nægjanlega margir starfsmenn séu með í ferðinni miðað við þarfir hópsins. Hvatt er til þátttöku foreldra/forráðamanna í vettvangsferðum.

English
Hafðu samband