Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slys og veikindi

Þegar nemandi meiðir sig í skólanum er skólahjúkrunarfræðingur eða starfsmaður skólans til taks. Stundum verða alvarleg meiðsl og verður þá að leita læknis og af því hlýtur nokkur kostnaður. Sveitarfélagið Garðabær slysatryggir alla nemendur skólans og greiðir kostnað vegna komu nemenda á slysadeild vegna meiðsla sem orðið hafa í skólanum eða á skólalóð á skólatíma og í ferðum á vegum skólans. Kostnað vegna flutnings nemanda milli skóla og slysadeildar er greiddur.

Í hverju slysatilfelli er haft samband við foreldra/forráðamenn og það metið hvort foreldrar/forráðamenn koma og sækja barnið og fylgja því á slysadeild.

Tjón á eigum nemenda svo sem fatnaði eða gleraugum er ekki bætt nema það verði rakið til mistaka eða sakar starfsmanns Garðabæjar. Tjón á reiðhjólum og öðrum eigum nemenda er ekki bætt nema af sömu ástæðum og ef að næst til þess er tjóninu veldur.

English
Hafðu samband