Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsframvinda

Í öllum námsgreinum eru metanleg hæfniviðmið skilgreind í Mentor þar sem matið er á kvarðanum (0 – 4): framúrskarandi hæfni, hæfni náð, á góðri leið, þarfnast þjálfunar, hæfni ekki náð. Hæfniviðmið aðalnámskrár í hverri námsgrein fyrir sig eru sá grundvöllur sem kennsluhættir og námsmat eiga að byggja á.  

 

 

Mat á viðfangsefnum nemenda í 8. – 10. bekk er á 0 – 4 stiga kvarða

Skor á 3 og 4 sýnir að nemandi hafi náð viðmiðum en skor á 1 og 2 að hann uppfylli ekki viðmiðin. Þetta eru viðmið sem notuð eru í námsferlinu og sýna námsframfarir nemenda. Nemandi byrjar t.d. á þrepi 2 og er líður á önnina kemst hann hugsanlega á næsta þrep á kvarðanum. Gefið er fyrir námsþætti og lokaeinkunn ekki gefin fyrr en í lok skólaársins.

Náms- og ferilmöppur

Í 1.– 7. bekk er námsmat byggt meðal annars á náms- og ferilmöppu nemenda með það að leiðarljósi að nemendur fái stöðuga endurgjöf um nám sitt ásamt ábendingum um hvernig þeir geti lagt mat á eigin vinnu og bætt sig. Nemendur safna niðurstöðum prófa og mati á verkefnum sínum í möppur yfir allt skólaárið sem auðveldar þeim, foreldrum og kennurum að fá yfirsýn yfir námsframvindu þeirra. Fjórum til sex sinnum á skólaárinu fara nemendur í 2. – 7. bekk heim með möppurnar. Náms- og ferilmöppur er bæði ætlað til mats og samræðna foreldra og nemenda um nám nemandans.

Námsviðtöl 

Námsviðtöl eru tvisvar á skólaárinu, í október og mars þar sem rætt er um líðan og samskipti. Í janúar er farið yfir námsframvindu nemenda. Lögð er áhersla á að samtalið sé leiðbeinandi bæði fyrir foreldra og nemandann. Nemendur fá mat á lykilhæfni fyrir viðtölin og við lok námsáfanga í júní.

Í náms- og kennsluáætlun hvers árgangs kemur fram hvaða hæfniviðmið liggja til grundvallar í öllum námsgreinum og gerð er grein fyrir viðfangsefnum nemenda og námsmati. Í námsferlinu er metin frammistaða nemenda og ýmis afrakstur s.s. sjálfstæð verkefni, verkefnabækur, ritunarverkefni, kynningar, myndverk o.s.frv. Fylgst er með nemendum að störfum og meðal annars metnir þætti eins og sjálfstæði, samvinna, félagsfærni, vinnuvenjur og ástundun.

English
Hafðu samband