Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lykilhæfni

Lykilhæfniþættirnir eru skilgreindir á hverju aldursstigi fyrir sig (yngsta stig, miðstig, elsta stig) og þannig gerðir aðgengilegir fyrir foreldra og nemendur. Lykilhæfnin felst ekki einungis í frammistöðu í tímum heldur einnig í því hvernig nemendur standa sig í skólanum almennt, í félagslífi, frímínútum o.s.frv.

Tjáning og miðlun. Hæfni nemenda til að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir munnlega, skriflega og á annan hátt. Hæfni til að miðla þekkingu og leikni sinni og flytja mál sitt skýrt og áheyrilega og taka þátt í samræðum og rökræðum.

Skapandi og gagnrýnin hugsun. Skapandi hugsun og frumkvæði í efnistökum og úrvinnslu. Hæfni nemanda til að nota þekkingu og leikni, draga ályktanir, áræðni til að leita nýrra lausna og beita gagnrýninni hugsun og röksemdafærslu.

Sjálfstæði og samvinna. Hæfni nemanda til að vinna sjálfstætt, í samstarfi við aðra og undir leiðsögn.

Nýting miðla og upplýsinga. Hæfni nemanda til að nýta margvíslega miðla í þekkingarleit, úrvinnslu og miðlun og nýta upplýsingar á ábyrgan, skapandi og gagnrýninn hátt.

Ábyrgð og mat á eigin námi. Hæfni nemanda til að bera ábyrgð á eigin námi og leggja mat á eigin vinnubrögð og frammistöðu.

English
Hafðu samband