Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokamat

Í Álftanesskóla er litið á skólaárið sem eitt námsmatstímabil.

Lokamat hefur þann megintilgang að gefa upplýsingar um árangur náms og kennslu í lok námstíma / skólaársins. Matsaðferðir við lokamat ákvarðast af hæfniviðmiðum aðalnámskrár en matið er oftast byggt á skriflegum prófum eða fjölbreyttum verkefnum nemenda.

Niðurstöður einstakra verkefna og prófa eru birtar inni á mentor ásamt tilteknum hæfniviðmiðum sem unnið er með. Við skil á verkefnum og prófum fylgir leiðbeining (endurgjöf) ýmist í formi samtals eða umsagnar. Lögð er áhersla á að í tengslum við þau verkefni og próf sem lögð eru fyrir nemendur sé ljóst hvaða hæfniviðmið er verið að meta hverju sinni og við hvaða matskvarða hæfniviðmiðin tengjast.

Elsta stig                               8. – 10. bekkur

Við lok skólaársins eru allir nemendur á elsta stigi (8. – 10. bekkur) metnir á sama hátt þannig að allar einkunnir eru í bókstöfum en í valgreinum fá nemendur lokið / ólokið. Við lok skólaársins hafa nemendur fengið mat á hvert hæfniviðmið í hverri námsgrein.

Skil á niðurstöðum lokaverkefna nemenda og lokaprófa eru birtar með bókstaf. Texti matsviðmiða úr námskrá er notaður þegar hæfni nemenda er metin. Gefið í bókstöfum í verkefnum og prófum (A,B,C,D). Ekki er til lýsandi texti fyrir B+ og C+ og því eru B+ og C+ ekki notuð í fyrirgjöf fyrir einstök verkefni eða próf. Lögð er áhersla á leiðsögn og endurgjöf við skil verkefna.

Yngsta- og miðstig              1. – 7. bekkur

Lokamat nemenda í 1. – 7. bekk er í umsögnum. Í Álftanesskóla er lögð áhersla á samræmd viðmið í umsögnum. Við lok skólaársins hafa nemendur fengið mat á hvert hæfniviðmið í mentor í hverri námsgrein í mentor.

List- og verkgreinar             1. – 9. bekk

Hver nemandi er eina lotu í hverri list- og verkgrein og fær niðurstöður námsmats í viðkomandi námsgrein að henni lokinni. Í lok skólaársins eru hæfniviðmið og mat á viðfangsefnum nemenda höfð til hliðsjónar við lokamat þeirra í viðkomandi námsgrein. Við lok skólaársins fá nemendur umsagnir og mat á hvert viðmið í hverri námsgrein í mentor.

10. bekkur

Ef nemandi nær ákveðnum námsþáttum í list- og verkgrein við lok grunnskóla er tiltekinni hæfni náð. Ekki þarf að ná þessum þáttum í öllum list- og verkgreinum. Matsviðmið aðalnámskrár taka mið af öllum list- og verkgreinum.

Í 10. bekk er gefin einkunn (bókstafur) fyrir listgrein og önnur einkunn fyrir verkgrein.

Íþróttir og sund                    1. – 9. bekk

Í lok skólaársins eru hæfniviðmið og mat á viðfangsefnum nemenda höfð til hliðsjónar við lokamat þeirra í viðkomandi námsgrein. Við lok skólaársins fá nemendur umsagnir og mat á hvert viðmið í hverri námsgrein í mentor.

Í 10. bekk er gefin ein einkunn (bókstafur) fyrir bæði íþróttir og sund (skólaíþróttir). 

 

10. bekkur – lokavitnisburður

Við brautskráningu nemenda úr 10. bekk eru notaðir matskvarðar (matsviðmið) sem skilgreindir eru í lok hvers námsgreinakafla í Aðalnámskrá grunnskóla. Í þeim eru lýsing á hversu vel nemandi hefur skilgreinda hæfni á valdi sínu. Hæfni sem nemandinn býr yfir við lok grunnskólans birtist á útskriftarskirteini.

Við útskrift úr 10. bekk er gefin ein einkunn í hverri námsgrein (íslenska, stærðfræði, samfélagsfræði, náttúrufræði, danska, enska, upplýsingamennt, listgreinar, verkgreinar, skólaíþróttir).

Notaður er kvarðinn A,B,C,D, þar sem A lýsir framúrskarandi hæfni, B lýsir góðri hæfni, C sæmilegri hæfni og D hæfni sem nær ekki viðmiðum sem lýst er í C. Ekki verða útbúin sérstök matsviðmið fyrir B+ og C+ heldur gildir það að sá sem hefur náð meginþorra B matsviðmiða og náð einstökum þáttum í A getur fengið B+ og sá sem hefur náð meginþorra C matsviðmiða og einstökum þáttum í B getur fengið C+.

Matsviðmið við lokamat við útskrift úr grunnskóla og þrep í framhaldsskólum 

English
Hafðu samband