Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð í 1. bekk

30.01.2025
100 daga hátíð í 1. bekk

Föstudaginn 24. janúar var 100. skóladagurinn á þessu skólaári. Af því tilefni var haldin vegleg 100 daga hátíð í 1. bekk. Börnin bjuggu til kórónur í tilefni dagsins og svo var farið í skrúðgöngu um skólann og sungið og trallað. Börnin unnu líka stærðfræðiverkefni sem fólst í því að þau áttu að telja tíu stykki af tíu tegundum af góðgæti sem þau fengu í glasi, alls 100 stykki á mann.

Að lokum var horft á mynd og gæddu börnin sér á góðgætinu.

Hér eru fleiri myndir frá 100 daga hátíðinni.

 
Til baka
English
Hafðu samband