Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur miðvikudaginn 22. febrúar - skertur skóladagur

20.02.2023
Öskudagur miðvikudaginn 22. febrúar - skertur skóladagur

Miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur og er sveigjanlegt skólastarf hjá nemendum þann dag.

 

Skóladagurinn hefst klukkan 9:00 og lýkur eftir hádegisverð. Nemendur í 10. bekk koma á mismunandi tímum í skólann en upplýsingar um þeirra viðveru fá þeir hjá umsjónarkennurum. 

Skólinn er opinn frá klukkan 8:00 fyrir þá nemendur sem þurfa að koma fyrr, þeir mæta þá á bókasafnið. Á öskudag ætlum við að brjóta upp skólastarfið og gera okkur glaðan dag með ýmsum hætti. Gaman væri ef nemendur og starfsmenn kæmu í búningum eða furðufötum í tilefni dagsins.

Álftamýri frístundaheimili tekur við þeim börnum sem þar eru skráð eftir að skóla lýkur.

Til baka
English
Hafðu samband