Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Menntastefna Garðabæjar 2022-2030

17.05.2022
Menntastefna Garðabæjar 2022-2030

Menntastefna Garðabæjar var samþykkt í bæjarstjórn þann 7. apríl sl. eftir mikla og góða vinnu fjölmargra hagsmunaaðila.

Menntastefnu Garðabæjar er ætlað að leggja grunn að farsælu og framsæknu skólastarfi sem einkennist af jákvæðum skólabrag og veitir öllum börnum menntun og færni til mæta þeim áskorunum sem felast í hröðum og stöðugum samfélags- og tæknibreytingum 21. aldarinnar.

Yfirskrift stefnunnar er farsæld og framsækni. Skólasamfélagið í Garðabæ byggir á þeirri hugmyndafræði að farsæld sé grundvöllur framsækni. Áhersla er lögð á heilbrigða sjálfsmynd, jákvæða hugsun og farsæl samskipti meðal barna og ungmenna. Börn fái tækifæri til sjálfsþekkingar og sjálfstæðis svo þau fái notið sín sem einstaklingar. Garðabær vill byggja upp lærdómssamfélag í fremstu röð, þar sem framsækni og þróun, vellíðan, þroski, hæfni og árangur nemenda er leiðarljósið. Boðið verði upp á fjölbreytta þjónustu við fjölskyldur frá fæðingarorlofi og þar til skólaskyldu lýkur. Stefnunni er svo fylgt eftir í aðgerðar- og starfsáætlunum skólanna, með gátlista og mælaborði sem mælir lykilþætti. 

Ein af megin áherslum stefnunnar er öflugt samstarf. Samstarf skólanna í bænum, samstarfi við þjónustuaðila ungmenna í bænum svo sem tómstunda- og félagasamtök. Slíkt samstarf verði unnið út frá hagsmunum barnsins og stuðli að samfellu í námi barna og ungmenna. Lögð verði áhersla á samstarf við foreldra og foreldraráð skólanna. Þá er mikilvæg að komið verði til móts við margbreytilegar þarfir barnanna með ólíkum áherslum í starfi.

Hér má lesa menntastefnu Garðabæjar, hún hefur einnig verið vistuð hér á heimasíðunni undir Skólinn - Menntastefna Garðabæjar. 

Til baka
English
Hafðu samband