Margæsadagurinn í 2. bekk
05.05.2022
Það var nóg að gera á Margæsadaginn í 2. bekk. Nemendur fóru í gönguferð til að skoða margæsirnar og var morgunnestið tekið með og borðað utandyra. Þegar heim var komið fengu nemendur svo fræðslu um margæsina og að lokum voru margæsir málaðar á gamlar röntgenfilmur sem prýða nú stofurnar.
Hér er að finna myndir frá þessum skemmtilega degi.