Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árshátíð í 1. og 2. bekk

08.04.2022
Árshátíð í 1. og 2. bekk

Nemendur í 1. og 2. bekk fluttu einfalda útgáfu af Kardemommubænum á árshátíð bekkjanna í dag, föstudag. Nemendur voru duglegir að æfa atriðið í vikunni og stóðu sig mjög vel. Ýmsar þekktar persónur litu dagsins ljós, s.s. Soffía frænka, Kamilla litla og Tommi, Kasper, Jesper og Jónatan ásamt Tóbíasi í turninum, Bastían bæjarfógeta o.fl. Skólahópar af Holtakoti og Krakkakoti voru boðnir á sýninguna og skemmtu sér allir mjög vel.

Eftir leikritið héldu nemendur inn í stofurnar sínar og gæddu sér á góðmeti sem þeir komu með á sameiginlegt hlaðborð.

Skemmtilegur dagur fyrir páskafrí.

Hér má sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband