Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Námsviðtöl miðvikudaginn 2. febrúar

26.01.2022
Námsviðtöl miðvikudaginn 2. febrúar

Miðvikudaginn 2. febrúar er námsviðtaladagur í Álftanesskóla. Viðtölin verða rafræn í gegnum Google Meet. Foreldrar eru beðnir um að skrá sig á viðtalsbil í gegnum Mentor eins og áður. Opið er fyrir skráningar frá deginum í dag til og með 31. janúar. Þið skráið ykkur í viðtal á þeim tíma sem hentar ykkur best af þeim tímum sem í boði eru.
Foreldrar/forráðamenn tengjast svo inn í viðtalið í gegnum google aðgang (gbrskoli.is) barna sinna. Athugið að hægt er að tengjast inn á fundinn í gegnum fleiri en eitt tæki, á sama netfanginu á sama tíma. Ef þið lendið í einhverjum vandræðum, munið ekki lykilorð eða annað þá vinsamlega snúið ykkur til umsjónarkennara ykkar barns.

Nemendur eru heima með foreldrum sínum, að minnsta kosti öðru, í viðtalinu. Geti foreldrar/forráðamenn ekki nýtt sér viðtalsdaginn er þeim bent á að hafa samband við umsjónarkennara.



Til baka
English
Hafðu samband