Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsagetraun á Alþjóðlega bangsadeginum

02.11.2021
Bangsagetraun á Alþjóðlega bangsadeginum

Í síðustu viku var Alþjóðlegi bangsadagurinn en hann er haldinn hátíðlegur 27. október á fæðingardegi Theodore Roosevelt fyrrum bandaríkjaforseta, eða Teddy (bangsi) eins og hann var kallaður.  

Af því tilefni var bókasafnið með bangsagetraun þar sem nemendur svöruðu léttum spurningum og skiluðu inn. Í gær voru 3 heppnir dregnir út en þeir fengu bangsa í verðlaun.

Þau heppnu voru Vignir í 2. BSS, Embla í 2. GDA og Hrafnhildur í 4. KFW/LBI. Við óskum þeim innilega til hamingju með nýju bangsana. 

Hér má sjá myndir af þeim. 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband