Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Elítan félagsmiðstöð

16.09.2019
Elítan félagsmiðstöð

Félagsmiðstöðin Elítan er staðsett í íþróttamiðstöðinni Álftanesi. Hlutverk hennar er að styðja við börn og unglinga í gegnum fjölbreytt tómstundastarf, hópefli og hópastarf. Meginmarkmið starfsins er að veita þeim tækifæri til samveru og stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn reyndra tómstundaleiðbeinenda. Leiðarljós starfsins er að efla félagsfærni og sjálfsmynd barna og unglinga. Unnið er út frá hugmyndafræði barna- og unglingalýðræðis, hugmyndum og áhugasviði nemenda skólans. Leitað verður eftir röddum nemenda hvað varðar starfsemi og þær uppákomur sem verða hverju sinni, innra starf og umgjörð. 

Sjá nánari upplýsingar um Elítuna hér

Til baka
English
Hafðu samband