Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framlengdur frestur á foreldrakönnun Skólapúlsins

05.03.2019
Framlengdur frestur á foreldrakönnun SkólapúlsinsForeldrakönnun Skólapúlsins lauk formlega í gær 4. mars og var svarhlutfallið þá 70%. Æskilegt er að svarhlutfallið sé a.m.k. 80% til að niðurstöðurnar séu samanburðarhæfar við niðurstöður annarra skóla.

Í von um að við náum þessu æskilega svarhlutfalli hefur Skólapúlsinn ákveðið að framlengja könnunina um viku eða til miðnættis þann 11. mars næstkomandi. Við viljum enn og aftur hvetja alla þá sem eiga eftir að svara foreldrakönnuninni að gera það í þessari viku.

Jafnframt viljum við þakka þeim sem þegar hafa svarað og minna á að þessi könnun er mjög mikilvægur liður í að bæta og efla skólastarf Álftanesskóla. 

Foreldrar svara könnuninni á síðunni https://foreldrar.skolapulsinn.is/ hægt er að svara á snjallsímum, spjaldtölvum og venjulegum tölvum.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband