Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsla um lestur og lestrarnám fyrir mið- og elsta stig

28.01.2019
Fræðsla um lestur og lestrarnám fyrir mið- og elsta stig

Í Álftanesskóla hefur mikið þróunarstarf tengt lestrarkennslu átt sér stað undanfarin ár. Foreldrar í 1. og 3. bekk hafa verið boðaðir á fræðslufundi um lestur og lestrarnám sem hefur reynst mjög vel.

Foreldrar eldri nemenda hafa ekki fengið neina sérstaka fræðslu en nú langar okkur að bæta úr því.

Miðvikudagskvöldið 6. febrúar klukkan 20:00 verður fræðslufundur á sal skólans þar sem Auður Björgvinsdóttir, MA í menntavísindum m. áherslu á lestrarfræði og verkefnastjóri í lestrarmálum Álftanesskóla mun fjalla um ýmislegt tengt lestri. M.a. verður fjallað um hvernig lestur er prófaður og þau viðmið sem eru notuð, stíganda í lestrarfærni og hvernig hægt er að efla færni með mismunandi þjálfun.

Fræðslan er hugsuð fyrir foreldra og einnig nemendur. Þetta er gott tækifæri til að koma í kjölfar námsviðtala og fá svör við spurningum tengdum lestri.

Til baka
English
Hafðu samband