Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Góðgerðarsöfnun nemendaráðs

14.12.2018
Góðgerðarsöfnun nemendaráðs

Nemendur skólans hafa styrkt ýmis málefni síðustu ár í staðinn fyrir að skiptast á jólagjöfum. Nemendaráðið var með kynningu á góðgerðarsöfnun þessa skólaárs í morgun fyrir nemendur skólans. Í ár var ákveðið að framlög frá 1. - 6. bekk færu til Barnaspítala Hringsins og að framlög frá 7. - 10. bekk færu til Bangsadeildar Vogs. 

Þeir sem vilja taka þátt í góðgerðarsöfnuninni geta komið með pening í lokuðu umslagi til umsjónarkennara eða Möggu ritara. Umslögum þarf að skila í síðasta lagi þriðjudaginn 18. desember.

 

Til baka
English
Hafðu samband