Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þemadagar í 4., 5. og 6. bekk

04.06.2018
Þemadagar í 4., 5. og 6. bekk

Í síðustu viku voru þemadagar í 4. - 6. bekk sem tengjast grænfánamarkmiðum skólans. Nemendur unnu í hópum fjölbreytt verkefni tengd umhverfinu og voru markmiðin næring, matarvenjur/matarsóun og hreyfing. Meðal verkefna var að búa til ratleik, útileiki og borðspil allt tengt hreyfingu, útbúa skoðanakannanir og forvarnarmyndbönd, finna uppskriftir af heilsuréttum og semja dansa. Ævar vísindamaður kom einnig í heimsókn og las fyrir nemendur úr nýju bókinni sinni. 

Hér má sjá nokkrar myndir frá þemadögunum

Til baka
English
Hafðu samband