Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grænfánaverkefni: plönturæktun í Álftanesskóla

04.06.2018
Grænfánaverkefni: plönturæktun í Álftanesskóla

Á vegum Grænfánaverkefnisins í Álftanesskóla höfum við sáð fræjum nokkurra jurta, sem allar eru útijurtir (nema chili) og allar eru ætar! Fræin spíruðu og jurtirnar eru farnar að vaxa hratt. Nemendur í 6. bekk hjálpuðu til við verkið. Við skoðuðum upplýsingar um inniræktun og settum mold í potta. Það er vandi að sá fræjum, sérstaklega þessum pínulitlu, eins og til dæmis kamillufræjum. Við settum mörg fræ í hvern pott, vökvuðum vel og breiddum plastfilmu yfir. Við héldum ræktunardagbók þar sem við skráðum allt sem gert var. Allir pottarnir eru merktir með nafni jurtarinnar. Við ræktum: chili, morgunfrú, kamillu, graslauk og blóm sem heitir Kers Nova á hollensku. Það má borða blómin líka! Jurtirnar eru allar einærar útiplöntur, nema chili sem þrífst best inni og getur lifað í nokkur ár. Hér má sjá myndir

Núna bjóðum við nemendum að „taka jurt í fóstur“. Það þýðir að þið megið eiga jurtina, planta henni út í garðinn ykkar, eða hafa hana áfram í potti. 

Einu skilyrðin eru:
- að skila tóma pottinum aftur í skólann (annaðhvort strax eða í haust)
- að taka mynd af jurtinni núna og svo aftur í júlí
- s
enda myndina til okkar (nada.borosak@alftanesskoli.is)

 

 

Til baka
English
Hafðu samband