Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. bekkur í fuglaskoðun

25.05.2018
5. bekkur í fuglaskoðun

Þann 23. maí síðastliðinn fóru nemendur í 5.bekk í Álftanesskóla í göngutúr um nesið að skoða fuglalífið. 43 nemendur og 3 kennarar fóru ásamt Jóhanni Óla og Ólafi í göngutúrinn. Áður voru umsjónakennarar árgangsins búnir að skoða fuglavefinn með nemendum, ræða um einkenni, stærð og litarhaft hvers fugls fyrir sig.  

Fyrsta stopp var á horni á Eyvindarstaðarvegi og Norðurnesvegi.  Þar voru grágæsir skoðaðar og taldar. Einnig sáu nemendur margæsir og veltu fyrir sér muninum á grágæsum og margæsum. Ólafur setti upp sjónauka og leyfði nemendum að skoða gæsirnar betur og vakti það mikla lukku. Eftir að hafa skoðið gæsirnir var haldið sem leið liggur að Kasthúsatjörn, á leiðinni voru starar skoðaðir, kríur og aðrir fuglar sem sáust á sveimi. Við Kasthúsatjörn settu Jóhann Óli og Ólafur upp sjónauka, fundu grágæs á hreiðri og leyfðu nemendum að skoða hana í gegnum sjónaukan ásamt því að fræða nemendur um alla aðra fugla sem þeir sáu á tjörninni. Nemendur skráðu þá fugla sem þeir sáu í gönguferðinni hjá sér og voru það eftirfarandi:Tjaldur, stelkur, kría, stari, sílamáfur, grágæs, margæs og skúfönd. Eftir gönguferðina var farið í heimastofur og unnið verkefni um fugla undir leiðsögn þeirra félaga.

Hér má sjá myndir

 

 

Til baka
English
Hafðu samband