Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laus staða hjá Álftanesskóla

22.03.2018
Laus staða hjá ÁlftanesskólaÁlftanesskóli auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa 
Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 420 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd undir fjöðrum skólans sem eru: Vinátta – Vísindi - Listir og – allir eru einstakir. Álftanesskóli starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga. Álftanesskóli er Grænfánaskóli.  Nokkur mikilvæg þróunarverkefni eru í vinnslu í skólanum sem styrkt eru af Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Unnið hefur verið að þróun lestrarstefnu skólans með það að markmiði að bæta námsárangur og færni með verkefninu  ,, Læsi til árangurs“, þróun fjölbreyttra kennsluhátta t.d. eftir vinnuaðferðum um ,,Vörður og vegvísir“ og innleiðingu leiðsagnarmats í kennslu og námi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Að standa vörð um nám og velferð nemenda
Að veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur
Að veita starfsráðgjöf og kynna atvinnulífið
Tekur þátt í forvarnarverkefnum skólans
Vinnur í teymi skólans gegn einelti
Að vera trúnaðarmaður og talsmaður nemenda

Hæfniskröfur:
Starfsréttindi sem náms- og starfsráðgjafi
Góð samskipta- og skipulagsfærni
Hæfni í mannlegum samskiptum
Jákvæðni og frumkvæði
Faglegur metnaður
Um 100% starfshlutfall er að ræða frá 1. ágúst 2018
Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2018. 
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinbjörn Markús Njálsson skólastjóri í síma 540- 4700 og 8215-007. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið markus@alftanesskoli.is og Erna I. Pálsdóttir aðstoðarskólastjóri í símum 540-470, 8215-009 og á netfang: erna.palsdottir@alftanesskoli.is
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. 
 
Til baka
English
Hafðu samband