Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laus staða hjá Álftanesskóla

08.03.2018
Laus staða hjá ÁlftanesskólaÁlftanesskóli auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í Tómstundaheimilið Frístund skólaárið frá 1. apríl 2018

Álftanesskóli er heildstæður grunnskóli (1.-10. bekk) í Garðabæ. Í Álftanesskóla vinna allir starfsmenn saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af virðingu, ábyrgð, sjálfsaga og hafa hag nemenda að leiðarljósi. Unnið samkvæmt vinnuaðferðum um Uppeldi til ábyrgðar – uppbygging sjálfsaga. Álftanesskóli er Grænfánaskóli.
Í Frístund eru um 100 börn á aldrinum 6.- 9. ára sem eru þar við leik, íþróttir og fjölbreytt störf að loknum skóladegi. 

Menntun, reynsla og hæfni: 
Æskilegt er að viðkomandi sé menntaður í tómstunda-, uppeldisfræðum eða annarri sambærilegri menntun
Kostur er að viðkomandi hafi víðtæka reynslu af tómstunda-, íþrótta- og félagsstarfi með börnum
Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar 
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð 
Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

Daglegur vinnutími er frá kl. 13:00 -16:00. 
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2018.

Nánari upplýsingar um störfin veita Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri,  markus@alftanesskoli.is og í síma 8215007/ 5404700 eða Örn Arnarson umsjónarmaður Frístundar, ornar@alftanesskoli.is. og í síma 8215003 /5404700.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. 
 
Til baka
English
Hafðu samband