Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frístund í jólaleyfi - opnunartími og skráning

08.12.2017
Frístund í jólaleyfi - opnunartími og skráning

Opnunartími Frístundar í  jólaleyfi fyrir öll börn í 1. - 4. bekk:
Miðvikudaginn 20. desember er skert viðvera og lýkur skólanum fyrir hádegi vegna Litlu jóla hjá 1. - 4. bekk. Þann dag opnar Frístund um leið og skóla lýkur kl. 11:45. Ekki er matur á vegum Skólamatar þennan dag. Nauðsynlegt er fyrir okkur að börnin séu skráð sérstaklega í Frístund þennan dag og athugið að pantaður verður matur fyrir þann fjölda barna sem skráður er í mat. Skráningu lýkur 14. desember.

Í jólaleyfi nemenda er Frístund opin fyrir öll börn í 1. - 4. bekk frá kl. 8:00 - 17:00 og þarf að skrá þau sérstaklega fyrir 14. desember.  Þeir dagar sem Frístund er opin eru 21. des, 22. des,  27. des, 28. des, 29. des og 2. janúar 2018.
Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér opnun Frístundar í jólaleyfinu verða að skrá börnin hjá Jóhönnu umsjónarmanni Frístundar fyrir 14. desember með tölvupósti (johanna@alftanesskoli.is).
Hægt er að nýta sér Frístund eftir því sem hentar fjölskyldum best, einn dag eða fleiri. Þær upplýsingar sem þurfa að koma fram í skráningu á þessum dögum öllum eru:
a)    Nafn barns
b)    Hvaða daga barnið ætlar að vera
c)    Hvenær barnið kemur að morgni og hvenær barnið fer heim
d)    Hvort að barnið verði sótt eða gangi heim
e)    Fer barnið í tómstundir
f)    Við gerum ráð fyrir því að börnin séu ekki að fara í neinar tómstundir á þessu tímabili. Öll starfsemi Frístundar í jólafríinu fer fram í  Vallarhúsinu.

Mjög áríðandi er að skráningarfresturinn okkar 14. desember sé virtur þar sem mikil skipulagning er í kringum svona marga og  langa opnunardaga. Öllum skráningarpóstum er svarað og ef ekki berst svar þá gæti skráning hafa misfarist.

Til baka
English
Hafðu samband