Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gjöf til skólans

09.03.2017
Gjöf til skólans

Ólafur Beinteinn Ólafsson fyrrverandi kennari við Álftanesskóla gaf skólanum 25 eintök af bókinni sinni Fjársjóðurinn ásamt meðfylgjandi geisladiskum. Bækurnar eru gefnar í minningu Þorgeirs Bergssonar heitins véltæknifræðings, en fjögur barna Þorgeirs og Bjarnheiðar Jónsdóttur konu hans voru á sínum tíma nemendur við Álftanesskóla. 

Bókin Fjársjóðurinn hefur verið notuð í 1. - 5. bekk og með henni kemur inn ný kennsluaðferð sem höfundur nefnir Listaaðferðina en hún byggir á samþættingu námsgreina eins og t.d. tónlist, íslensku, myndmennt og lífsleikni. Bókin hefur verið nýtt í lestrarstundum með tónlistinni samhliða, hún hefur verið notuð fyrir 3. bekk og eldri í lestrarkennslu og nemendur hafa einnig sett um söngleiki með tilheyrandi vinnu á leikmynd og fleiru. 

Álftanesskóla þakkar kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast vel í skólastarfinu.

 

Til baka
English
Hafðu samband