Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kærleikar 2016

25.11.2016
Kærleikar 2016

Kærleikar eru árlegur viðburður í Álftanesskóla. Vinapör hittast og vinna saman að verkefni um þarfirnar. Grunnþarfirnar eru: öryggi, ást og umhyggja, áhrif, frelsi og gleði. Kærleikar voru núna í 6. sinn og unnið var með ást og umhyggju í ár. Vinapör hittust og föndruðu hjarta, hjartað fóru vinirnir síðan með út í íþróttahús þar sem búinn var til ormur úr öllum vinahjörtunum. Einnig eru búin til 5 stór hjörtu sem vinaárgangar gefa vinum okkar á Krakkakoti, Litlakoti, Dennakoti, Holtakoti og í íþróttahúsi.

Seinni dag kærleikanna er hefð fyrir því að 5. bekkur sé með tískusýningu. Síðustu vikur hafa þau unnið hörðum höndum að því að gera sér flík úr endurunnu efni. Fjölbreytnin var mikil og ímyndunaraflinu greinilega gefinn laus taumurinn.

Eftir tískusýningu tóku nokkrar dansandi stúlkur úr 10. bekk að sér að kenna öllum nemendum og kennurum skólans dans.

Að lokum var síðan myndað kærleikshjarta með öllum nemendum skólans.

Með kærleikum tengjum við saman nemendur og gefum af okkur til starfsfólks og íbúa Álftaness. Kærleikarnir enda síðan á því að bekkirnir bera hjörtu í öll hús á Álftanesi og senda með því kærleikskveðjur til íbúanna.

Til baka
English
Hafðu samband