Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jóla- og góðgerðadagurinn laugardaginn 26.nóvember

24.11.2016
Jóla- og góðgerðadagurinn laugardaginn 26.nóvember

Jóla- og góðgerðadagur verður haldinn laugardaginn 26. nóvember kl. 12-16 í Íþróttamiðstöð Álftaness. Er það í áttunda sinn sem Foreldrafélag Álftanesskóla stendur fyrir deginum. Hér er um samfélagslegt verkefni að ræða þar sem mörg af helstu félagasamtökum Álftnesinga koma að undirbúningi og framkvæmd með einum eða öðrum hætti. Má þar nefna Lionsklúbb Álftaness, Lionsklúbbinn Seylu, Kvenfélag Álftaness og UMFÁ að ógleymdum Garðabæ sem stutt hefur við þetta verkefni. Nemendur í Álftanesskóla leika þar einnig stórt hlutverk.

 Skemmtidagskrá verður í gangi allan daginn með söngatriðum, danssýningum, uppboði og fleiru skemmtilegu. Markaðsstemning verður í húsinu þar sem fjölmargir aðilar munu kynna og selja vörur sínar. UMFÁ býður gestum og gangandi upp á veitingar í tilefni 70 ára afmælis félagsins. Lionsklúbbarnir verða með ókeypis blóðsykursmælingar.

Rauði kross Íslands mun taka á móti fatagjöfum. Hægt verður að setja jólagjafir undir tré sem Hjálparstarf kirkjunnar sér um að útdeila. Tombóla verður til styrktar Líknarsjóði Álftaness sem styður við efnaminni fjölskyldur á Álftanesi.

Garðabær stendur fyrir dagskrá kl. 16:10-16:40 fyrir utan Íþróttamiðstöðina. Ljós verða tendruð á jólatré, dansað verður í kringum það og jólasveinar koma í heimsókn.

Allir hjartanlega velkomnir!

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband