Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sigga Dögg - kynfræðsluerindi fyrir foreldra og nemendur í 8.-10.bekk 14.nóvember

11.11.2016
Sigga Dögg - kynfræðsluerindi fyrir foreldra og nemendur í 8.-10.bekk 14.nóvember

Ágætu foreldrar og forráðamenn

Mánudaginn 14. nóvember verður boðið upp á kynfræðsluerindi bæði fyrir nemendur í 8. - 10. bekk á Álftanesi og foreldra og forráðamenn. Fyrirlesari verður Sigríður Dögg Arnardóttir (Sigga Dögg). Á fyrirlestri foreldra verður lögð áhersla á upplýsingagjöf auk þess sem leitast verður við að svara spurningum foreldra um hvernig megi nálgast börnin sem "mögulega" vilja hvorki ræða málin né hlusta. Samkvæmt rannsóknum er kynfræðsla fyrir foreldra talinn mikilvægur liður í að bæta uppeldisfærni þeirra á málefni sem þeir telja sig eiga að vera að sinna og sýna áhuga á en skortir mögulega kunnáttuna til þess.

Samkvæmt Landlæknisembættinu:
- eru íslensk ungmenni yngri en viðmiðunarþjóðir okkar þegar þau hefja kynmök
- eiga fleiri rekkjunauta
- smitast oftar af kynsjúkdómum
- þá eru íslensk ungmenni með hærri tíðni af unglingsþungunum


Fyrirlesturinn fyrir foreldra fer fram í hátíðarsal Álftanesskóla kl. 20:30 - 21:30.

Áður en fyrirlesturinn hefst hvetjum við foreldra til að mæta í Félagsmiðstöðina Elítuna kl. 20:00 og kynna sér starfsemi hennar og þiggja veitingar í boði Foreldrafélagsins.

Fyrirlestrar þetta kvöld verða sem hér segir:
Kl. 18:30 stúlkur 8. - 10. bekk
Kl. 19:30 drengir 8. - 10. bekk
Kl. 20:30 foreldrar í Álftanesskóla

Félagsmiðstöðin Elítan og Foreldrafélag Álftanesskóla

Til baka
English
Hafðu samband