Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laus staða hjá Álftanesskóla

07.11.2016
Laus staða hjá Álftanesskóla

Álftanesskóli auglýsir eftir íþróttakennara til starfa í 100% starf. Óskum að ráða viðkomandi sem fyrst.

Um er að ræða kennslu í íþróttum og náttúrufræði.

Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 450 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd undir fjöðrum skólans sem eru: Vinátta – Vísindi - Listir og – allir eru einstakir. Álftanesskóli er Grænfánaskóli og starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.Unnið er að þróun lestrarstefnu skólans og einnig er unnið að þróun fjölbreyttra kennsluhátta t.d. eftir vinnuaðferðum um ,,Vörður og vegvísa“ í öllum árgöngum skólans.

Menntun, reynsla og hæfni: 

  • Grunnskólakennari með leyfisbréf til kennslu í grunnskóla og með reynsla af kennslu í íþróttum og sundi.
  • Góð samskipta- og skipulagsfærni
  • Áhugi á nýbreytni- og þróunarstarfi.
  • Reynsla af kennslu í íþróttum, sundi og náttúrufræði
  • Að standa vörð um nám og velferð nemenda
  • Að vera í samstarfi við foreldra nemenda
  • Að taka þátt í þróun skólastarfsins

 

Daglegur vinnutími er öllu jafna frá 8:00-16:00. 

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2016.

 

Nánari upplýsingar um störfin veita Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri,  markus@alftanesskoli.is og í síma 8215007/5404700 eða Erna I. Pálsdóttir aðstoðarskólastjóri erna@alftanesskoli.is. og í síma 8215009/5404700.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Garðabæjar.

 

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

 

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. 

Til baka
English
Hafðu samband