Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Code Week EU í Álftanesskóla

24.10.2016
Code Week EU í Álftanesskóla

Vikuna 14.-22. október tóku 2. og 3. bekkur í Álftanesskóla þátt í forritunarvikunni Code Week EU.

Hér má lesa nánar um þessa viku og þá sem standa að henni.

Hver bekkur tók þátt í 1 klukkustund, sem byrjaði á því að rætt var um forritun, hvað er að forrita, hvaða tæki í kringum okkur væru forrituð og hvernig maður forritar.

Síðan unnu tveir og tveir nemendur saman í leiknum Run Marco. En það er leikur sem kennir grunnatriði forritunar.

Mikil gleði var hjá nemendum og þau unnu einbeitt saman að því að leysa verkefnin.

Hér má sjá myndir og myndband frá vikunni.

 

Til baka
English
Hafðu samband