Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesið í Nesið

20.10.2016
Lesið í Nesið

Umbrotsdagarnir „Lesið í Nesið“ voru dagana 13. og 14. október síðastliðinn en þema daganna var „Snjallir dagar koma og fara“. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni tengd þessu þema til að mynda vann yngsta stig með gildin í bekkjarsamningunum á fjölbreyttan hátt. Að lokum hittust svo allir á sal skólans þar sem bekkirnir fluttu bekkjarsamningana sína. Hver árgangur fyrir sig horfði jafnframt á fræðslumynd um flogaveiki og einnig var rætt um netnotkun og reglur á Netinu og notað til þess fræðsluefni frá SAFT. 

Nemendur á elsta stigi unnu könnun um tækja- og netnotkun, tækjaeign, svefnvenjur, reglur og annað tengt tækjum og internetinu. Unnið var með niðurstöðurnar þvert á árgangana, þær settar upp á myndrænan hátt og kynntar.

Andra Bjarnasyni sálfræðingur kom einnig og talaði við nemendur 8.-10. bekkja um snjalltækjanotkun og hugsanleg áhrif hennar á líðan, hegðun og svefnvenjur. Andri kom inn á mikilvægi þess að skjánotkun væri innan skynsamlegra marka og hve mikilvægt væri að setja reglur um hana. Nemendur voru til fyrirmyndar og virtust ánægðir með skilaboðin.

Hér má sjá myndir frá dögunum.

Til baka
English
Hafðu samband