Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnardagurinn 2016

14.10.2016
Forvarnardagurinn 2016

Forvarnardagurinn 2016 var haldinn 12. október. Dagurinn var helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.

Dagskrá dagsins var ætluð nemendum 9. bekkjar um land allt. Nemendur horfðu á kynningarmyndband, en þátttaka þeirra fólst síðan í því að ræða í hópum um þrjá þætti: samveru með fjölskyldu og vinum, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf og frestun þess að hefja áfengisneyslu, sem hafa samkvæmt rannsóknum skilað mestum árangri þegar kemur til forvarna á þessu sviði. Með slíkri vinnu átta ungmenni sig oft á mikilvægi þessara þátta og verða meðvitaðir um hversu félagsleg tengsl skipta miklu máli. 

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband Íslenskra sveitafélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Verkefni er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu verkefnisins: www.forvarnardagur.is

Hér má sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband