Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. bekkur í vorferð á Þingvelli

31.05.2016
2. bekkur í vorferð á Þingvelli

Vorferð 2.bekkjar var farin í dag þriðjudag og var ferðinni heitið að Þingvöllum. Ferðin er endapunktur á þemaverkefninu um land og þjóð. Við byrjuðum á Hakinu þar sem við fengum leiðsögn og fræðslu, síðan gengum við niður Almannagjá með leiðsögumanni. Eftir það var farið að Lögbergi og þaðan að Peningagjá. Síðan var haldið með rútunni niður að þjónustumiðstöð þar sem farið var í leiki og borðaður hádegisverður.

Hér má sjá myndir úr ferðinni.

Til baka
English
Hafðu samband