Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tækniskólaval

25.05.2016
Tækniskólaval

Í morgun fengu nemendur í 9. bekk kynningu frá Tækniskólanum á valgrein sem þeir eru með í samstarfi við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Valgreinin fer þannig fram að nemendur sækja námskeið í Tækniskólanum sem samanstendur af sex vikna kennslu í þremur iðn-, tækni- eða listgreinum. Áfanginn stendur yfir í alls átján vikur. Hver nemandi velur sér þær þrjár greinar sem vekja mestan áhuga hans.


Hér má sjá bækling um þessa valgrein og þær iðngreinar sem hægt er að velja úr en að auki verða upplýsingar í valbókinni sem kemur fljótlega eftir næstu helgi.

Til baka
English
Hafðu samband