Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur Foreldrafélags Álftanesskóla

04.05.2016
Aðalfundur Foreldrafélags ÁlftanesskólaAðalfundur Foreldrafélags Álftanesskóla verður haldinn í sal Álftanesskóla fimmtudaginn 12. maí kl. 20:00

Dagskrá:

1. Setning
2. Kosning embættismanna fundarins, fundarstjóra og fundarritara
3. Formaður flytur skýrslu stjórnar
4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins og greinir frá stöðu söfnunarreikninga nemenda
5. Umræður um skýrslu stjórnar og gjaldkera
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnar
8. Kosning skoðunarmanns ársreikninga
9. Kosning fulltrúa foreldra í skólaráð
10. Önnur mál

Komið er að endurnýjun í stjórn Foreldrafélagsins og eru áhugasamir foreldrar sem vilja gefa kost á sér til starfa fyrir Foreldrafélagið í stjórn þess beðnir að hafa samband við Auði S. Arndal formann félagsins á: audursarndal@gmail.com.

Eftir hefðbundin aðalfundarstörf verður boðið upp á erindi sem kynnt verður nánar síðar.

Allir foreldrar og forráðamenn hvattir til að mæta.


Foreldrafélag Álftanesskóla
Til baka
English
Hafðu samband