Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umboðsmaður barna heimsótti Álftanesskóla

18.02.2016
Umboðsmaður barna heimsótti Álftanesskóla

Umboðsmaður barna kom í heimsókn í Álftanesskóla föstudaginn 5. febrúar síðastliðinn. Þær Ingibjörg Þór og Bríet Eva í 10. bekk (formaður og varaformaður stjórnar Nemendafélags Álftanesskóla) ásamt þeim Benedikt Emil og Sveini Hirti í 5. bekk áttu fund með Umboðsmanni barna. Á fundinum fóru þau yfir það sem er gott við starfið í Álftanesskóla og Elítunni sem og hvað mætti vera betra. 

Að fundi loknum fór þau svo ásamt skólastjóra fóru í stutta kynnisferð með Umboðsmanni barna um vinnuaðstöðu nemenda, s.s. bókasafnið, listgreinastofur, þriðju hæðina, matsal skólans, sundlaugina og aðstöðu Frístundar og Elítunnar.

Við þökkum Umboðsmanni barna kærlega fyrir komuna.

 

Til baka
English
Hafðu samband