Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur

05.02.2016
Öskudagur

Miðvikudaginn 10. febrúar er öskudagur og er skert viðvera nemanda þennan dag í skólanum samkvæmt skóladagatali Garðabæjar. 

Skóladagurinn hefst kl. 9:00 og er til kl. 13:00.

Skólinn er opinn eins og venjulega frá kl. 7:45 fyrir þau börn sem þurfa að koma fyrr en kl. 9:00 í skólann.

Frístund tómstundaheimili tekur til starfa fyrir þau börn sem hafa verið skráð kl. 13:00.

1.-7. bekkur fylgir skipulagðri dagskrá í skólanum frá kl. 9:00 – 13:00

8. bekkur (dagskrá auglýst síðar)

9. bekkur er í Ungmennabúðunum að Laugum í Sælingsdal vikuna 8.- 12. febrúar.

10. bekkur aðstoðar með skipulagða dagskrá skólanum í íþróttahúsinu frá kl. 7:30 – 13:00

Öskudagsskemmtun á vegum Foreldrafélagsins, foreldra og nemenda í 10. bekk með aðstoð starfsmanna Elítunnar verður í íþróttamiðstöðinni milli kl. 16:00 og 18:00. Allir velkomnir!

Sjá nánar auglýsingu.

Til baka
English
Hafðu samband