"Verum ástfangin af lífinu" fyrirlestur í 10. bekk
27.01.2016

Í gær, þriðjudag kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur í heimsókn og bauð nemendum 10. bekkja upp á fyrirlesturinn ,,Verum ástfangin af lífinu“. Fyrirlesturinn mæltist vel fyrir hjá nemendunum. Þeir fengu m.a. innsýn í tilgang markmiðasetningar, leiða til að njóta velgengni og árangurs í námi, starfi og almennt lífinu sjálfu.