Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsla frá Samtökunum '78 í 10. bekk

13.01.2016
Fræðsla frá Samtökunum '78 í 10. bekk

Þriðjudaginn 12. janúar fengu nemendur 10. bekkja fræðslu frá Samtökunum ´78. Rúrí og María, jafningjafræðarar hjá Samtökunum, fræddu nemendur meðal annars um kynhneigðir, kynvitund, staðalmyndir og fordóma. Nemendur fengu einnig tækifæri til að skrifa spurningar á nafnlaus blöð sem síðan voru ræddar. Nemendur voru almennt ánægðir með heimsóknina og fannst gott að fá fræðsluna. Það var ýmislegt sem þeir héldu en fengu nú skýrari svör.

Til baka
English
Hafðu samband