Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðsla um skyldur og réttindi á vinnumarkaði fyrir 10. bekk

24.11.2015
Fræðsla um skyldur og réttindi á vinnumarkaði fyrir 10. bekk

Föstudaginn 20. nóvember kom Þorsteinn Skúli frá VR í heimsókn og bauð nemendum 10. bekkja upp á fræðslu um helstu réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Fjallað var um grunnhugtök í kjaramálum svo sem kjarasamninga, starfsmann, vinnutíma, launaseðla, veikindarétt og hvíldartíma. Fræðslan hefur forvarnargildi vegna þess að víða hefur verið brotið á ungu fólki í starfi. Nokkur leikin atriði eftir Jón Gnarr eru hluti af fræðslunni og styðja vel við innihald hennar. Einnig kynnti Þorsteinn nýtt netnám frá VR sem ætlað er ungu fólki á vinnumarkaði, á aldrinum 16-24 ára. Sjá nánar á VR skóli lífsins

Til baka
English
Hafðu samband