Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

eTwinning verkefni nemenda í 5. bekk

23.10.2015
eTwinning verkefni nemenda í 5. bekk

eTwinning verkefni sem Anna Svanhildur Daníelsdóttir kennari við skólann vann með 5. bekk í fyrra, The friendship project - Iceland and France, hefur hlotið gæðamerki Landsskrifstofunnar. 

eTwinning er netsamfélag skóla um alla Evrópu. Kennarar frá öllum þátttökulöndum geta skráð sig og nýtt sér netverkfærin sem í boði eru til að finna samstarfsaðila, deila hugmyndum, finna dæmi um verkefni, mynda samstarfshópa og taka þátt í netverkefnum. eTwinning er einnig tækifæri fyrir nemendur að kynnast í gegnum samstarfsverkefni.

Verkefnið sem nemendurnir unnu var vinaverkefni á milli Álftanesskóla og Raymond Queneau Secondary School í Normandy Frakklandi. Þau byrjuðu á að skrifa bréf þar sem þau kynntu sig, áhugamál sín, fjölskyldu, uppáhalds mat o.fl. Þau kynntu skólann sinn og tóku upp myndband sem kynningu á skólanum ásamt viðtali við Sveinbjörn skólastjóra. Þau sögðu einnig frá hefðbundnum skóladegi og héldu Skype fundi þar sem þau sögðu frá og fræddust um jól, hefðir og ýmsa siði. Íslensku krakkarnir sungu íslenskt jólalag fyrir vini sini sem sungu svo jólalag á frönsku fyrir þau. Saman sungu þau svo öll saman lagið “Jingle bells” á ensku.  

Öll verkefnin og myndböndin voru sett inn á TwinSpace síðu sem eingöngu var aðgengileg kennurum í verkefninu.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband