Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesið í Nesið 12. og 13.október

09.10.2015
Lesið í Nesið 12. og 13.október

Dagana 12. og 13. október verða útikennsludagarnir Lesið í Nesið. Um er að ræða skerta kennsludaga þar sem unnið verður frá kl. 9:00 til hádegis í fjölbreyttum útikennsluverkefnum. Þeir nemendur sem þurfa að mæta fyrir kl. 9 þessa daga mæta á bókasafnið. 

Nemendur yngsta stigs (1.-3.bekkur) byrja á að mæta á bókasafnið báða dagana. Á mánudeginum munu krakkarnir fara í fjöruferð og vinna þar ýmis verkefni og á þriðjudeginum fara þeir  á hreyfistöðvar víðs vegar um skólalóðina. Skóladegi lýkur kl. 13 hjá yngsta stigi.

Nemendur á mið og elsta stigi (4.-10.bekkur) byrja báða dagana á að mæta í heimastofur sínar. Þar verður þeim skipt upp í hópa og fara svo ýmist í ratleik um Nesið eða í stöðvavinnu við skólann. Skóladegi lýkur kl. 12:30 hjá mið og elsta stigi.

Mjög mikilvægt er að nemendur klæði sig eftir veðri.

Til baka
English
Hafðu samband