Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann dagurinn 7.október

02.10.2015
Göngum í skólann dagurinn 7.október

Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn verður miðvikudaginn 7.október. Þá hafa nemendur val um að ganga eða hjóla þar sem Álftanesið er kjörið fyrir hvoru tveggja. Skólinn hefur ávallt hvatt bæði nemendur sem og fullorðna til að ganga eða hjóla í skólann en það er hluti af Grænfána- og Sjálfbærniverkefnum skólans sem stuðla að heilbrigði og velferð. 

Markmið verkefnisins er meðal annars að hvetja alla til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, auka samfélagsvitund um hversu "gönguvænt" umhverfið er og síðast en ekki síst til að kenna reglur um öryggi á göngu og hjóli. 

Athugið mikilvægt er að nemendur klæði sig eftir veðri.

Til baka
English
Hafðu samband